30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 19:38 Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ. Vísir/einar Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira