Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 09:03 Aitana Bonmati og Vinicius Junior þóttu best allra í fótbolta 2024. Samsett/Getty Vinicius Junior og Aitana Bonmatí voru í gær valin besta knattspyrnufólk ársins 2024, á árlegu hófi FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Fyrirliðar, landsliðsþjálfarar og fjölmiðlamenn sjá um kjörið og voru fulltrúar Íslands allir ósammála því að Vinicius hefði verið bestur. Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA. Fótbolti Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira
Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA.
Fótbolti Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira