Handbolti

Framarar slógu út bikarmeistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarar höfðu ástæðu til að fagna frábærum sigri í Lambhagahöllinni í kvöld.
Framarar höfðu ástæðu til að fagna frábærum sigri í Lambhagahöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram sló bikarmeistara Vals út úr bikarnum í kvöld eftir sigur í leik liðanna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Fram vann leikinn á endanum með þriggja marka mun, 35-32, eftir góðan endaspretti.

Þrjú lið eru nú komin í undanúrslitin eða Fram, Stjarnan og Afturelding.

Valsmenn voru 30-29 yfir þegar átta mínútur voru eftir en Framliðið vann lokakafla leiksins 6-2.

Reynir Þór Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Fram og Dagur Fannar Möller var með sex mörk. Reynsluboltinn Rúnar Kárason var síðan með fimm mörk og sex stoðsendingar.

Agnar Smári Jónsson skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið en það var ekki nóg. Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði sex mörk og Björgvin Páll Gústavsson varði sextán skot.

Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru yfir framan af leik en Fram var aldrei langt undan og komst seinna yfir. Valsmenn voru síðan tveimur mörkum yfir í lok hálfleiksins en Framarar skoruðu tvö síðustu mörkin og jöfnuðu metin í 17-17.

Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir, 24-21. Framliðið svaraði því með þremur mörkum í röð og Framarar voru síðan sterkari í lokin.

Framarar voru síðast í bikarúrslitunum árið 2023 en þeir hafa ekki unnið bikarinn í 25 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×