Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 08:55 Gisele Pelicot tjáði sig við fréttafólk í dómshúsinu í Avignon í dag. Þar sagðist hún ekki sjá eftir því að hafa stigið fram og þakkaði fyrir stuðninginn. AP/Lewis Joly Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira