Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar 19. desember 2024 14:31 „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Hvalveiðar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun