Innlent

Bein út­sending: Nýjustu tíðindi af við­ræðunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Formennrinir Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stefna á myndun ríkisstjórnar á þessu ári, jafnvel fyrir jól.
Formennrinir Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stefna á myndun ríkisstjórnar á þessu ári, jafnvel fyrir jól. vísir/Einar Árna

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa setið á fundi í dag líkt og síðustu daga þar sem stjórnarsáttmáli er í smíðum. Formennirnir ætla að ræða við fjölmiðla að loknum fundi sínum síðdegis.

Vísir verður í beinni útsendingu með fulltrúa þríeykisins, einum formanni, tveimur eða öllum þremur en það á eftir að skýrast þegar nær dregur. Reiknað er með að viðtalið verði um klukkan 17:15.

Spilari birtist hér að neðan augnablikum fyrr. Lesendur eru því hvattir til að endurhlaða fréttinni þegar klukkan fer að ganga sex.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×