Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2024 06:29 Kristún Frostadóttir tók sæti á þingi árið 2021 og hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Þar segir ennfremur að í nýrri stjórn muni Samfylking og Viðreisn skipa fjögur ráðherraembætti hvor og Flokkur fólksins þrjú. Tólf ráðherrar sátu upphaflega í fráfarandi ríkisstjórn svo samkvæmt því myndi ráðherrum fækka um einn. Fram kom í máli formanna flokkanna – Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland – í gær að nýr stjórnarsáttmáli yrði kynntur um helgina. Kristrún sagði á blaðamannafundinum í gær að fundað hafi verið stíft í vikunni og séu flokkarnir komnir á þann stað að þeir séu búnir að ná saman. „Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún. Sjá má fréttamannafundinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði sömuleiðis að skipting ráðuneyta hefði verið rædd. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar 3. desember síðastliðinn eftir að hafa fundað með fulltrúum þeirra sex flokka sem náðu flokkum inn á þing. Hófust í kjölfarið viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem hafa staðið síðan. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50 Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Þar segir ennfremur að í nýrri stjórn muni Samfylking og Viðreisn skipa fjögur ráðherraembætti hvor og Flokkur fólksins þrjú. Tólf ráðherrar sátu upphaflega í fráfarandi ríkisstjórn svo samkvæmt því myndi ráðherrum fækka um einn. Fram kom í máli formanna flokkanna – Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland – í gær að nýr stjórnarsáttmáli yrði kynntur um helgina. Kristrún sagði á blaðamannafundinum í gær að fundað hafi verið stíft í vikunni og séu flokkarnir komnir á þann stað að þeir séu búnir að ná saman. „Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún. Sjá má fréttamannafundinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði sömuleiðis að skipting ráðuneyta hefði verið rædd. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar 3. desember síðastliðinn eftir að hafa fundað með fulltrúum þeirra sex flokka sem náðu flokkum inn á þing. Hófust í kjölfarið viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem hafa staðið síðan.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50 Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50
Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42