Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 11:01 Byrjunarlið Víkinga í Austurríki í gær, þar sem Víkingar tryggðu sig áfram í Sambandsdeildinni með 1-1 jafntefli við LASK. Getty/Christian Kaspar-Bartke Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn