Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 18:48 Fyrsta ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Það var engin lognmolla á Bessastöðum þegar, hefð samkvæmt, voru teknar myndir nýrri ríkisstjórn á tröppum Bessastaða. Herramennirnir í öftustu röð voru í minna brasi en aðrir ráðherrar með hárið í rokinu. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira