Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 18:48 Fyrsta ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Það var engin lognmolla á Bessastöðum þegar, hefð samkvæmt, voru teknar myndir nýrri ríkisstjórn á tröppum Bessastaða. Herramennirnir í öftustu röð voru í minna brasi en aðrir ráðherrar með hárið í rokinu. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira