Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. desember 2024 12:06 Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu. Mynd/Róbert Arnar Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“ Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“
Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira