Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. desember 2024 12:06 Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu. Mynd/Róbert Arnar Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“ Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“
Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira