Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 23:31 Marta María Winkel, ritstjóri Smartlands, leggur til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. Vísir/samsett Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið. Ein mest lesna fréttin á mbl.is í dag er grein Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands, þar sem rýnt er í klæðaburð nokkurra nýrra ráðherra sem tóku við embætti á Bessastöðum í gær. Þar á meðal kemur fram að kjóll Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sé frá tískumerkinu MSGM og kosti rúmar 140 þúsund krónur. „Það er augljóst að Kristrún er að fá hjálp með fataval því það hefur stórbatnað síðustu mánuði,” segir ennfremur í fréttinni. „Bomsur“ Ingu eigi ekki heima á Bessastöðum Þá er lagt til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. „Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl,“ segir meðal annars í fréttinni um klæðaburð og skóbúnað Ingu Sæland. Inga Sæland klæddist svörtu frá toppi til táar á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Greinar Smartlands hafa margar hverjar vakið athygli, ekki hvað síst þegar blaðamenn miðilsins grafa upp og greina frá verði og merki þeirra flíka sem frægir flagga á förnum vegi. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Smartland fjallaði um skóbúnað Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Danakonungs fyrr á árinu. Spyr hvort tilviljun ráði því að aðeins sé fjallað um klæðaburð kvenna? Ein þeirra sem gerir athugasemdir við skrif Smartlands í gær er aktívistinn og fyrrum frambjóðandi Pírata, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. „Auðvitað bara tilviljun að klæðaburður kvenna í nýrri ríkisstjórn er sérstaklega ræddur og hrósað/gagnrýndur í fréttum og þeim sagt að fá sér stílista. Hver man ekki eftir þessum fréttum um klæðaburð allra karlanna?” skrifar Ugla Stefanía á Facebook síðu sinni í dag. Facebook Virkir í athugasemdum og aðrir sem skrifin hafa farið fyrir brjóstið á láta ekki sitt eftir liggja í athugasemdum við Facebook-færslu Smartlands þar sem fréttinni er deilt. „Inga Sæland þarf hinsvegar að fjárfesta í nýjum skóm. Þessar öklaháu bomsur ganga ekki á Bessastöðum,” segir í færslunni sjálfri frá Smartlandi. „Mikið finnst mér þetta ósmekkleg frétt og verið að velta sér upp úr hvað fötin kosta hjà kvennfólki í ríkistjórn,” skrifar kona að nafni Katrín Hermannsdóttir meðal annars við fréttina. „Draga konur niður fyrir klæðnað! Hvurslags lágkúra er þetta og það af konu,“ segir í annarri athugasemd frá Hildi Hauksdóttur en fleiri dæmi má sjá í skjáskotum hér að neðan. Þótt ekki séu allir hrifnir fara vinsældir Smartlands ekki á milli mála ef marka má mest lesið lista dagsins á mbl.is þar sem umrædd frétt er mest lesin. Þess má geta að þótt klæðaburður þekktra kvenna sé jafnan í brennidepli hefur Smartland einnig fjallað um klæðaburð karlkyns ráðamanna, til að mynda um þrönga jakka Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Tíska og hönnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Ein mest lesna fréttin á mbl.is í dag er grein Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands, þar sem rýnt er í klæðaburð nokkurra nýrra ráðherra sem tóku við embætti á Bessastöðum í gær. Þar á meðal kemur fram að kjóll Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sé frá tískumerkinu MSGM og kosti rúmar 140 þúsund krónur. „Það er augljóst að Kristrún er að fá hjálp með fataval því það hefur stórbatnað síðustu mánuði,” segir ennfremur í fréttinni. „Bomsur“ Ingu eigi ekki heima á Bessastöðum Þá er lagt til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. „Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl,“ segir meðal annars í fréttinni um klæðaburð og skóbúnað Ingu Sæland. Inga Sæland klæddist svörtu frá toppi til táar á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Greinar Smartlands hafa margar hverjar vakið athygli, ekki hvað síst þegar blaðamenn miðilsins grafa upp og greina frá verði og merki þeirra flíka sem frægir flagga á förnum vegi. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Smartland fjallaði um skóbúnað Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Danakonungs fyrr á árinu. Spyr hvort tilviljun ráði því að aðeins sé fjallað um klæðaburð kvenna? Ein þeirra sem gerir athugasemdir við skrif Smartlands í gær er aktívistinn og fyrrum frambjóðandi Pírata, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. „Auðvitað bara tilviljun að klæðaburður kvenna í nýrri ríkisstjórn er sérstaklega ræddur og hrósað/gagnrýndur í fréttum og þeim sagt að fá sér stílista. Hver man ekki eftir þessum fréttum um klæðaburð allra karlanna?” skrifar Ugla Stefanía á Facebook síðu sinni í dag. Facebook Virkir í athugasemdum og aðrir sem skrifin hafa farið fyrir brjóstið á láta ekki sitt eftir liggja í athugasemdum við Facebook-færslu Smartlands þar sem fréttinni er deilt. „Inga Sæland þarf hinsvegar að fjárfesta í nýjum skóm. Þessar öklaháu bomsur ganga ekki á Bessastöðum,” segir í færslunni sjálfri frá Smartlandi. „Mikið finnst mér þetta ósmekkleg frétt og verið að velta sér upp úr hvað fötin kosta hjà kvennfólki í ríkistjórn,” skrifar kona að nafni Katrín Hermannsdóttir meðal annars við fréttina. „Draga konur niður fyrir klæðnað! Hvurslags lágkúra er þetta og það af konu,“ segir í annarri athugasemd frá Hildi Hauksdóttur en fleiri dæmi má sjá í skjáskotum hér að neðan. Þótt ekki séu allir hrifnir fara vinsældir Smartlands ekki á milli mála ef marka má mest lesið lista dagsins á mbl.is þar sem umrædd frétt er mest lesin. Þess má geta að þótt klæðaburður þekktra kvenna sé jafnan í brennidepli hefur Smartland einnig fjallað um klæðaburð karlkyns ráðamanna, til að mynda um þrönga jakka Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook
Tíska og hönnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira