Innlent

Vegur að Pat­reks­firði lokaður vegna snjóflóðs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður.

„Það þurfti að moka í gegnum eitt lítið flóð sem snerti aðeins inn á veginn,“ segir Erla Guðný Helgadóttir, snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Barðastrandavegur sem liggur að Patreksfirði er lokaður. Nokkrar litlar spýjur féllu niður Raknadalshlíð en einungis ein náði að veginum.

„Þetta eru litlar spýjur á Raknadalshlíð,“ segir Erla Guðný. „Það var réttast að loka veginum í bili.“

„Það gengur á með éljum og sennilega gengur yfir núna fyrir hádegi,“ segir Erla Guðný.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá vegalokanir. Þá verða gular veðurviðvaranir í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×