„Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 14:03 Thelma Aðalsteinsdóttir með ein af fjórum gullverðlaunum sem hún vann á Norður-Evrópumótinu í Írlandi. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir var ekki tilnefnd sem íþróttamaður ársins þrátt fyrir frábæran árangur á árinu. Sigmundi Steinarssyni, íþróttafréttamanni til fjölda ára, var mjög brugðið og veltir því fyrir sér eftir hverju farið er þegar afrek íþróttamanna eru metin. Thelma var kjörin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á dögunum. Hún vann til gullverðlauna í öllum fjórum greinunum sem keppt var í á Norður-Evrópumótinu, varð sú fyrsta til að gera nýja æfingu á stórmóti þegar hún sópaði til sín þremur titlum á Íslandsmótinu, auk þess að verða bikarmeistari með félagi sínu Gerplu og Norðurlandameistari með íslenska landsliðinu. „Eftir hverju er farið, þegar afrek íþróttamanna eru metin?“ skrifar Sigmundur Steinarsson á Facebook síðu sinni. Hann býr yfir áratuga reynslu sem íþróttafréttamaður og hefur skrifað fjölda bóka um íþróttir. Sigmundur er einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins eftir marga áratugi í starfi. Hann er höfundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og fleiri bóka um íþróttir. vísir / ernir „Ég tel það „ótrúlegt afrek“ að hægt sé að gleyma bestu íþróttakonu/manni landsins undanfarin ár, þegar valinn er Íþróttamaður ársins 2024. Thelmu er sárt saknað á listanum yfir 10 bestu íþróttamenn Íslands. Fyrirgefðu Thelma!“ skrifaði hann einnig. Thelma var ekki í hópi þeirra sex kvenna sem tilnefndar voru sem Íþróttamaður ársins. Hún var ein af fimm sem var tilnefnd í fyrra en ekki núna. Meira má finna um tilnefningarnar hér fyrir neðan. Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Thelma var kjörin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á dögunum. Hún vann til gullverðlauna í öllum fjórum greinunum sem keppt var í á Norður-Evrópumótinu, varð sú fyrsta til að gera nýja æfingu á stórmóti þegar hún sópaði til sín þremur titlum á Íslandsmótinu, auk þess að verða bikarmeistari með félagi sínu Gerplu og Norðurlandameistari með íslenska landsliðinu. „Eftir hverju er farið, þegar afrek íþróttamanna eru metin?“ skrifar Sigmundur Steinarsson á Facebook síðu sinni. Hann býr yfir áratuga reynslu sem íþróttafréttamaður og hefur skrifað fjölda bóka um íþróttir. Sigmundur er einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins eftir marga áratugi í starfi. Hann er höfundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og fleiri bóka um íþróttir. vísir / ernir „Ég tel það „ótrúlegt afrek“ að hægt sé að gleyma bestu íþróttakonu/manni landsins undanfarin ár, þegar valinn er Íþróttamaður ársins 2024. Thelmu er sárt saknað á listanum yfir 10 bestu íþróttamenn Íslands. Fyrirgefðu Thelma!“ skrifaði hann einnig. Thelma var ekki í hópi þeirra sex kvenna sem tilnefndar voru sem Íþróttamaður ársins. Hún var ein af fimm sem var tilnefnd í fyrra en ekki núna. Meira má finna um tilnefningarnar hér fyrir neðan.
Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira