„Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. desember 2024 09:02 „Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun