Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 07:09 Stjórnvöld í Kasaskstan sjá um rannsókn á slysinu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður. Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan. Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan.
Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52