Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 08:17 Siggi stormur segir það umhugsunarefni hvort það sé réttlætanlegt að sprengja svo marga flugelda þegar loftgæði verða svo slæm. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla. Veður Áramót Bítið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla.
Veður Áramót Bítið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira