Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 08:17 Siggi stormur segir það umhugsunarefni hvort það sé réttlætanlegt að sprengja svo marga flugelda þegar loftgæði verða svo slæm. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla. Veður Áramót Bítið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Sjá meira
Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla.
Veður Áramót Bítið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Sjá meira