Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. desember 2024 12:02 Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Sjávarútvegur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun