Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 27. desember 2024 13:02 Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Sjá meira
Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun