Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 12:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit. Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira