Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 12:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit. Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira