„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2024 19:21 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD samtakanna. Vísir/Arnar Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“ ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“
ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49
Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58