Enginn læknir á vaktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 13:04 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sem er formaður byggðarráðs Rangárþings ytra. Hún er ekki sátt við stöðu mála í Rangárvallasýslu hvað varðar mönnun lækna á svæðinu. Magnús Hlyhnur Hreiðarsson Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira