Enginn læknir á vaktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 13:04 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sem er formaður byggðarráðs Rangárþings ytra. Hún er ekki sátt við stöðu mála í Rangárvallasýslu hvað varðar mönnun lækna á svæðinu. Magnús Hlyhnur Hreiðarsson Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira