Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 11:31 Fjalar Þorgeirsson hefur starfað með Hákoni Rafni í íslenska landsliðinu síðustu misseri. Hann fylgdist vel með markverðinum unga í gærkvöld og hreifst, að venju, af frammistöðu hans. Samsett/Vísir Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. „Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira