Handbolti

Ís­lensku strákarnir komnir í undan­úr­slit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland vann báða leiki sína á Sparkassen Cup í dag.
Ísland vann báða leiki sína á Sparkassen Cup í dag. hsí

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í undanúrslit á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi.

Ísland spilaði tvo leiki í dag og vann báða. Íslenska liðið byrjaði á því að vinna B-lið Þýskalands, 25-20, og sigraði svo Holland, 29-19.

Íslendingar unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með samtals sextán marka mun. Í gær sigraði Ísland Slóveníu, 29-28.

ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason, markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar, skoraði þrettán mörk gegn Slóveníu og svo sex gegn Hollandi.

Garðar Ingi Sindrason, leikmaður FH, skoraði sex mörk í sigrinum á B-liði Þýskalands og fimm gegn Hollandi.

Í fyrramálið mætir Ísland annað hvort Serbíu eða Slóveníu í undanúrslitum Sparkassen Cup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×