Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 29. desember 2024 09:01 Það er með miklum ólíkindum að við séum komin á þann stað árið 2024 að fyrirtæki í veitingarekstri, SVEIT, skuli sjá ástæðu til þess að stofna með sér gervi stéttarfélag „Virðingu“ til þess eins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. Það er, réttindi fólks sem situr á botninum þegar kemur að kjörum, svo vitnað sé í gildandi kjarasamning SGS og SA fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Hafið mikla skömm fyrir en réttlætið mun sigra að lokum. Til að kóróna vitleysuna handvöldu sömu atvinnurekendur vini og vandamenn í stjórn stéttarfélagsins, sér til hagsbóta. Gjörningur sem þessi minnir helst á stjórnsýslu fyrri tíma hjá ríkjum sem hafa ekki verið hátt skrifuð í alþjóðasamfélaginu fyrir lýðræði eða almenn mannréttindi. Vitað er að stór hluti þeirra sem starfa á veitingastöðum á Íslandi er erlent vinnuafl og ungt fólk, ekki síst skólafólk, sem er að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Vinnuafl, sem hefur litla sem enga þekkingu á réttindamálum og skyldum sem tengist störfum þeirra á vinnumarkaði. Að sjálfsögðu á það ekki að líðast að ákveðin fyrirtæki í veitingarekstri komist upp með að nýta sér þennan veikleika og yfirburði gagnvart fólki í þessari stöðu. Verkalýðshreyfingin verður að bregðast við þessum aðstæðum að fullri hörku enda um alvarlega aðför að réttindabaráttu íslensks verkafólks að ræða, sem á sér langa sögu eða frá upphafi síðustu aldar. Þá er ekki í boði fyrir Samtök atvinnulífsins að sitja hjá, það er þeirra að tryggja að fyrirtæki í atvinnurekstri virði umsamda kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Látum ekki „græðgispésanna“ í veitingageiranum komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi. Hvað næst? Það er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér, hvað gerist næst? Frjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp til laga á Alþingi fyrir nokkrum misserum um félagafrelsi á vinnumarkaði sem dagaði uppi sem betur fer og rykfellur nú á hillum Alþingis. Þannig vildu þeir draga úr vægi verkalýðshreyfingarinnar í anda SVEIT. Pappírstætarinn er vonandi næsti viðkomustaður frumvarpsins. Sem betur fer var ekki eftirspurn eftir þessum niðurrifsmönnum í síðustu Alþingiskosningum til frekari starfa fyrir land og þjóð. Þeirra bíður nú flestra að leita sér að annarri vinnu, væntanlega munu þeir þó forðast eins og heitan eldinn að hefja vinnu á veitingastöðum sem tengjast SVEIT, enda kjörin þar langt fyrir neðan lágmarkskjör á Íslandi velji þeir að ganga í Virðingu. Það er ekki bara að frjálshyggjuliðið á Íslandi telji sig sjá ljósið með því að veikja verkalýðshreyfinguna. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Í skjóli þessara afla hafa atvinnurekendur gert sitt til að draga úr vægi norrænnar verkalýðshreyfingar, sem er reyndar óskiljanlegt með öllu, þar sem sterk verkalýðshreyfing er hornsteinn hverrar þjóðar og tákn um virkt lýðræði. Eftir að hafa tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði réttindabaráttu verkafólks auk þess að fara fyrir ferðaþjónustusamningi SGS og SA í síðustu kjaraviðræðum við SA, ásamt góðu samstarfsfólki innan SGS, skynjar maður mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin standi vaktina líkt og Efling hefur gert síðustu vikurnar varðandi gervistéttarfélagið Virðingu. Aðförin að réttindamálum verkafólks er slík að það duga engin vettlingatök. Er það virkilega þannig að SVEIT ætli sér að einangrast í veitingageiranum á Íslandi? Á Norðurlöndunum þekkist það að gestir séu varaðir við veitingastöðum sem virða ekki löglega gerða kjarasamninga, er það framtíðin á Íslandi? Vonandi ekki, enda virði SVEIT leikreglur á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum er óheimilt að semja um lakari kjör en kveðið er á um í almennum kjarasamningum. Undir þessum skrifum kemur upp í hugann þegar ég heimsótti verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltsríkjunum og fékk að tala við erlenda starfsmenn frá Rússlandi sem störfuðu á veitingastöðum. Þar kom fram að það tíðkaðist að starfsmönnum væri gert að afhenda vegabréf sín við ráðningu ætluðu þeir sér að fá vinnu. Þannig vildu atvinnurekendur tryggja að starfsmenn gætu ekki yfirgefið vinnustaðina nema með þeirra leyfi við starfslok. Eðlilega fannst þeim mjög vegið að sínum mannréttindum og sjálfstæði, en neyð þeirra gerði það að verkum að þeir gengu að þessum afarkostum. Getur verið að við förum að sjá þetta gerast á Íslandi? Miðað við aðför SVEIT að kjörum starfsfólks í veitingageiranum er ekki óeðlilegt að menn velti upp þessari spurningu. Strengjum okkur áramótaheit Ég skora á SVEIT að strengja sér áramótaheit, það er að láta af þessari alvarlegu aðför að kjörum og réttindum verkafólks á veitingastöðum, sem gerir ekkert annað en að veikja ímynd ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrir liggur vaxandi óánægja meðal aðildarfyrirtækja SVEIT með þetta útspil forsvarsmanna samtakanna. Það staðfesta samtöl sem ég hef átt við hlutaðeigandi aðila í veitingageiranum sem kalla eftir nánara samstarfi við verkalýðshreyfinguna með það að markmiði að gera ferðaþjónustuna að alvöru atvinnugrein. Förum með það hugarfar inn í nýtt ár öllum til hagsbóta. Öll dýrin í skóginum eiga jú að vera vinir. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er með miklum ólíkindum að við séum komin á þann stað árið 2024 að fyrirtæki í veitingarekstri, SVEIT, skuli sjá ástæðu til þess að stofna með sér gervi stéttarfélag „Virðingu“ til þess eins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. Það er, réttindi fólks sem situr á botninum þegar kemur að kjörum, svo vitnað sé í gildandi kjarasamning SGS og SA fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Hafið mikla skömm fyrir en réttlætið mun sigra að lokum. Til að kóróna vitleysuna handvöldu sömu atvinnurekendur vini og vandamenn í stjórn stéttarfélagsins, sér til hagsbóta. Gjörningur sem þessi minnir helst á stjórnsýslu fyrri tíma hjá ríkjum sem hafa ekki verið hátt skrifuð í alþjóðasamfélaginu fyrir lýðræði eða almenn mannréttindi. Vitað er að stór hluti þeirra sem starfa á veitingastöðum á Íslandi er erlent vinnuafl og ungt fólk, ekki síst skólafólk, sem er að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Vinnuafl, sem hefur litla sem enga þekkingu á réttindamálum og skyldum sem tengist störfum þeirra á vinnumarkaði. Að sjálfsögðu á það ekki að líðast að ákveðin fyrirtæki í veitingarekstri komist upp með að nýta sér þennan veikleika og yfirburði gagnvart fólki í þessari stöðu. Verkalýðshreyfingin verður að bregðast við þessum aðstæðum að fullri hörku enda um alvarlega aðför að réttindabaráttu íslensks verkafólks að ræða, sem á sér langa sögu eða frá upphafi síðustu aldar. Þá er ekki í boði fyrir Samtök atvinnulífsins að sitja hjá, það er þeirra að tryggja að fyrirtæki í atvinnurekstri virði umsamda kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Látum ekki „græðgispésanna“ í veitingageiranum komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi. Hvað næst? Það er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér, hvað gerist næst? Frjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp til laga á Alþingi fyrir nokkrum misserum um félagafrelsi á vinnumarkaði sem dagaði uppi sem betur fer og rykfellur nú á hillum Alþingis. Þannig vildu þeir draga úr vægi verkalýðshreyfingarinnar í anda SVEIT. Pappírstætarinn er vonandi næsti viðkomustaður frumvarpsins. Sem betur fer var ekki eftirspurn eftir þessum niðurrifsmönnum í síðustu Alþingiskosningum til frekari starfa fyrir land og þjóð. Þeirra bíður nú flestra að leita sér að annarri vinnu, væntanlega munu þeir þó forðast eins og heitan eldinn að hefja vinnu á veitingastöðum sem tengjast SVEIT, enda kjörin þar langt fyrir neðan lágmarkskjör á Íslandi velji þeir að ganga í Virðingu. Það er ekki bara að frjálshyggjuliðið á Íslandi telji sig sjá ljósið með því að veikja verkalýðshreyfinguna. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Í skjóli þessara afla hafa atvinnurekendur gert sitt til að draga úr vægi norrænnar verkalýðshreyfingar, sem er reyndar óskiljanlegt með öllu, þar sem sterk verkalýðshreyfing er hornsteinn hverrar þjóðar og tákn um virkt lýðræði. Eftir að hafa tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði réttindabaráttu verkafólks auk þess að fara fyrir ferðaþjónustusamningi SGS og SA í síðustu kjaraviðræðum við SA, ásamt góðu samstarfsfólki innan SGS, skynjar maður mikilvægi þess að verkalýðshreyfingin standi vaktina líkt og Efling hefur gert síðustu vikurnar varðandi gervistéttarfélagið Virðingu. Aðförin að réttindamálum verkafólks er slík að það duga engin vettlingatök. Er það virkilega þannig að SVEIT ætli sér að einangrast í veitingageiranum á Íslandi? Á Norðurlöndunum þekkist það að gestir séu varaðir við veitingastöðum sem virða ekki löglega gerða kjarasamninga, er það framtíðin á Íslandi? Vonandi ekki, enda virði SVEIT leikreglur á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum er óheimilt að semja um lakari kjör en kveðið er á um í almennum kjarasamningum. Undir þessum skrifum kemur upp í hugann þegar ég heimsótti verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltsríkjunum og fékk að tala við erlenda starfsmenn frá Rússlandi sem störfuðu á veitingastöðum. Þar kom fram að það tíðkaðist að starfsmönnum væri gert að afhenda vegabréf sín við ráðningu ætluðu þeir sér að fá vinnu. Þannig vildu atvinnurekendur tryggja að starfsmenn gætu ekki yfirgefið vinnustaðina nema með þeirra leyfi við starfslok. Eðlilega fannst þeim mjög vegið að sínum mannréttindum og sjálfstæði, en neyð þeirra gerði það að verkum að þeir gengu að þessum afarkostum. Getur verið að við förum að sjá þetta gerast á Íslandi? Miðað við aðför SVEIT að kjörum starfsfólks í veitingageiranum er ekki óeðlilegt að menn velti upp þessari spurningu. Strengjum okkur áramótaheit Ég skora á SVEIT að strengja sér áramótaheit, það er að láta af þessari alvarlegu aðför að kjörum og réttindum verkafólks á veitingastöðum, sem gerir ekkert annað en að veikja ímynd ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrir liggur vaxandi óánægja meðal aðildarfyrirtækja SVEIT með þetta útspil forsvarsmanna samtakanna. Það staðfesta samtöl sem ég hef átt við hlutaðeigandi aðila í veitingageiranum sem kalla eftir nánara samstarfi við verkalýðshreyfinguna með það að markmiði að gera ferðaþjónustuna að alvöru atvinnugrein. Förum með það hugarfar inn í nýtt ár öllum til hagsbóta. Öll dýrin í skóginum eiga jú að vera vinir. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar