„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 14:30 Mikil snjókoma var í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “ Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “
Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira