„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 14:30 Mikil snjókoma var í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “ Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “
Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira