3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 16:55 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vilhelm/Einar Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira