FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 19:03 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar mál NFL og NBA stjarna. Jamie Squire/Getty Images FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. „Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis. NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
„Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis.
NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira