Fréttastofa BBC greinir frá.
Lögreglan á svæðinu rannsakar nú slysið en að þeirra sögn stöðvaði bifreiðin nærri inngangi hótelsins í morgun. Reyk tók þá að leggja frá bifreiðinni, rétt áður en að hún sprakk. Þeir sem særðust hlutu aðeins minniháttar áverka.
Sprenging þessi átti sér stað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að árásarmaður ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns.
Rannsókn stendur yfir á vettvangi og er unnið að því að ná líki ökumannsins úr bílnum. Lögreglustjórinn á svæðinu sagði að engin frekari hætta steðji að almenningi í borginni vegna atviksins.
Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, tjáði sig um málið á samfélagsmiðli sínum X og sagði að bifreiðin hafi sprungið vegna flugelda eða sprengju á palli bílsins. Sprengingin hefði ekkert með bifreiðina sjálfa að gera.
We have now confirmed that the explosion was caused by very large fireworks and/or a bomb carried in the bed of the rented Cybertruck and is unrelated to the vehicle itself.
— Elon Musk (@elonmusk) January 1, 2025
All vehicle telemetry was positive at the time of the explosion. https://t.co/HRjb87YbaJ
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem hefur farið í dreifingu á X sem virðist vera úr eftirlitsmyndavél við hótelið. Við vörum viðkvæma við myndefninu.
Elon Musk’s dumb idea — the Cybertruck — exploding in front of a Trump hotel is the ultimate metaphor for the next four years. pic.twitter.com/TPJZsay9bh
— JΛKΣ (@USMCLiberal) January 1, 2025