Innlent

Reykur barst inn í Háteigs­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var aðeins reykræst en reykskemmdir eru annars taldar litlar.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var aðeins reykræst en reykskemmdir eru annars taldar litlar. Getty

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt.

Eftir að slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur reyndist ekki vera laus en aðeins mikill reykur. Er talið að einhver hafi sett flugeldatertu í brunastiga við neyðarinngang og reykur þannig borist inn í skólann.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var aðeins reykræst en reykskemmdir eru annars taldar litlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×