Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 11:43 Fólk streymir eflaust í brekkurnar á Hlíðafjalli um helgina. Til stendur að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Gangi allt eftir verður opið frá tíu til þrjú. vísir/tryggvi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum. Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum.
Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira