Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Björn Bjarki Þorsteinsson Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar