Brann einnig rætt við Frey Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 15:46 Freyr Alexandersson gæti mögulega verið á leið til Noregs. Getty Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa verið með Frey Alexandersson í sigtinu sem mögulegan næsta þjálfara liðsins, og átt við hann samtal að minnsta kosti einu sinni. Frá þessu greindi Bergens Tidende í dag. Brann er í leit að nýjum þjálfara eftir að Eirik Horneland, sem stýrði liðinu í fjögur ár, ákvað að hætta en hann stýrði liðinu til 2. sætis norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Tilkynnt var um brotthvarf hans 10. desember, skömmu eftir að síðustu leiktíð lauk. Sjö dögum síðar, eða 17. desember, var tilkynnt að Freyr hefði verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk, þrátt fyrir að bjarga liðinu með ævintýralegum hætti frá falli á síðustu leiktíð. Ljóst er að Freyr er einn þeirra sem komið hafa til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands en hann mun vera einn þriggja sem að KSÍ boðaði í viðtal í leit að arftaka Åge Hareide. KSÍ hefur einnig rætt við Arnar Gunnlaugsson og einn erlendan þjálfara sem líklegt þykir að sé Norðmaðurinn Per Mathias Högmo. Nú er komið í ljós að Freyr, sem er 42 ára, er einnig í sigtinu hjá Brann sem annað tímabilið í röð endaði í silfursætinu í norsku úrvalsdeildinni í nóvember. Liðið hefur þrívegis orðið Noregsmeistari, síðast árið 2007, og þekkir það að spila undir stjórn Íslendings því Teitur Þórðarson stýrði liðinu árin 1988-1990 og svo aftur 2000-2002. Þá hefur liðið gjarnan haft íslenska leikmenn í sínum röðum þó að enginn sé þar núna. Eftir að hafa þjálfað kvennalið Vals og karlalið Leiknis R. á Íslandi stýrði Freyr íslenska kvennalandsliðinu í fimm ár og var svo aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í tvö ár, þegar Erik Hamrén var aðalþjálfari. Freyr tók svo við danska félaginu Lyngby árið 2021 og stýrði því fram í janúar 2024 þegar hann tók við Kortrijk. Norski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Frá þessu greindi Bergens Tidende í dag. Brann er í leit að nýjum þjálfara eftir að Eirik Horneland, sem stýrði liðinu í fjögur ár, ákvað að hætta en hann stýrði liðinu til 2. sætis norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Tilkynnt var um brotthvarf hans 10. desember, skömmu eftir að síðustu leiktíð lauk. Sjö dögum síðar, eða 17. desember, var tilkynnt að Freyr hefði verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk, þrátt fyrir að bjarga liðinu með ævintýralegum hætti frá falli á síðustu leiktíð. Ljóst er að Freyr er einn þeirra sem komið hafa til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands en hann mun vera einn þriggja sem að KSÍ boðaði í viðtal í leit að arftaka Åge Hareide. KSÍ hefur einnig rætt við Arnar Gunnlaugsson og einn erlendan þjálfara sem líklegt þykir að sé Norðmaðurinn Per Mathias Högmo. Nú er komið í ljós að Freyr, sem er 42 ára, er einnig í sigtinu hjá Brann sem annað tímabilið í röð endaði í silfursætinu í norsku úrvalsdeildinni í nóvember. Liðið hefur þrívegis orðið Noregsmeistari, síðast árið 2007, og þekkir það að spila undir stjórn Íslendings því Teitur Þórðarson stýrði liðinu árin 1988-1990 og svo aftur 2000-2002. Þá hefur liðið gjarnan haft íslenska leikmenn í sínum röðum þó að enginn sé þar núna. Eftir að hafa þjálfað kvennalið Vals og karlalið Leiknis R. á Íslandi stýrði Freyr íslenska kvennalandsliðinu í fimm ár og var svo aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í tvö ár, þegar Erik Hamrén var aðalþjálfari. Freyr tók svo við danska félaginu Lyngby árið 2021 og stýrði því fram í janúar 2024 þegar hann tók við Kortrijk.
Norski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti