Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 10:28 Trump við réttarhöldin í New York í maí. AP Dómari í New York hefur fyrirskipað dagsetningu fyrir dómsuppkvaðningu í hinu svokallaða þöggunarmáli Donalds Trump. Hún er fyrirhuguð á föstudaginn, rúmri viku fyrir innsetningarathöfn Trump. Juan Merchan dómari, sem stýrði réttarhöldum í máli Donalds Trump tilkynnti í gær að dómsuppkvaðning í málinu fari fram þann 10. janúar, rúmri viku áður en Trump snýr aftur í Hvíta húsið. Í ákvörðun Merchan kemur fram að dómurinn feli að öllum líkindum ekki í sér fangelsisvist þar sem saksóknarar meti slíka refsingu ekki framkvæmanlega. AP fjallar um málið. Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Dómsuppkvaðning átti upprunalega að fara fram í júlí en var frestað tvisvar sinnum að beiðni lögmanna Trump. Eftir sigur Trump í forsetakosningunum frestaði Merchan dómsuppkvaðningunni um ótilgreindan tíma. Lögmenn hans fóru þá fram á að sakfelling Trump yrði felld niður á þeim forsendum að hún myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómarinn féllst ekki á þá kröfu og sagði að búist væri við að Trump yrði viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fram kom í ákvörðun Merchan að tækast væri að veita Trump lausn, án fangelsis, sektar, skilorðs eða annarrar refsingar. Líklega yrði dæmt á þann veg, þá til þess eins að loka málinu. Þrátt fyrir það væri dómsuppkvaðningin til marks um að Bandaríkin væru í þann mund að setja dæmdan glæpamann inn í forsetaembættið. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Juan Merchan dómari, sem stýrði réttarhöldum í máli Donalds Trump tilkynnti í gær að dómsuppkvaðning í málinu fari fram þann 10. janúar, rúmri viku áður en Trump snýr aftur í Hvíta húsið. Í ákvörðun Merchan kemur fram að dómurinn feli að öllum líkindum ekki í sér fangelsisvist þar sem saksóknarar meti slíka refsingu ekki framkvæmanlega. AP fjallar um málið. Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Dómsuppkvaðning átti upprunalega að fara fram í júlí en var frestað tvisvar sinnum að beiðni lögmanna Trump. Eftir sigur Trump í forsetakosningunum frestaði Merchan dómsuppkvaðningunni um ótilgreindan tíma. Lögmenn hans fóru þá fram á að sakfelling Trump yrði felld niður á þeim forsendum að hún myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómarinn féllst ekki á þá kröfu og sagði að búist væri við að Trump yrði viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fram kom í ákvörðun Merchan að tækast væri að veita Trump lausn, án fangelsis, sektar, skilorðs eða annarrar refsingar. Líklega yrði dæmt á þann veg, þá til þess eins að loka málinu. Þrátt fyrir það væri dómsuppkvaðningin til marks um að Bandaríkin væru í þann mund að setja dæmdan glæpamann inn í forsetaembættið.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25