„Þetta er bara forkastanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 20:31 Fannar og Bergrún, íbúar á Suðurlandi. Fréttastofa tók þau, og fleiri íbúa, tali á Hvolsvelli. Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45