Díana Dögg skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri dagsins. Með sigrinum er Blomberg-Lippe komið upp í 5. sæti með 13 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Dortmund.
Sigur Metzingen kom á óvart þar sem liðið var á útivelli og Bensheim-Auerbach er ofar í deildinni. Það var ekki að sjá, lokatölur 24-34.
Metzingen er í 7. sæti með níu stig.