Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2025 13:31 Bæring Gunnar Steinþórsson vann þessa myndrænu framsetningu úr skjálftagögnum frá Veðurstofunni, sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birtir í morgun. Bæring birti álíka myndir af skjálftum við Sundhnúka í aðdraganda eldgossa á síðasta ári. Bæring Gunnar Steinþórsson Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16