Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2025 13:31 Bæring Gunnar Steinþórsson vann þessa myndrænu framsetningu úr skjálftagögnum frá Veðurstofunni, sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birtir í morgun. Bæring birti álíka myndir af skjálftum við Sundhnúka í aðdraganda eldgossa á síðasta ári. Bæring Gunnar Steinþórsson Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16