Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 22:01 Gull er alltaf eftirsótt og er talið halda virði sín betur en aðrir hlutir. Víða um austurhluta eru gullnámur í eigu hernaðarhópa. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty
Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira