Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 5. janúar 2025 20:58 Matheus hefur strengt sér þau áramótaheit að verða betri eiginmaður og vonandi finna sér nýja og betri vinnu. Árið fer vel af stað að hans mati. Vísir/Stöð 2 Á ári hverju strengir drjúgur hluti landsmanna áramótaheit. En hver eru vinsælustu áramótaheitin í ár og hvernig gengur fólki að standa við þau? Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Áramót Ástin og lífið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum.
Áramót Ástin og lífið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira