Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:56 Krstín Edwald formaður landskjörstjórnar segir að umsagnir stjórnarinnar um tvær kærur og tvö erindi vegna alþingiskosninganna verði lokið 14. janúar. Þá úrskurði Alþingi í málunum. Vísir Píratar í Suðvesturkjördæmi fara fram á í kæru sinni til landskjörstjórnar að alþingiskosningarnar verði gerðar ógildar. Formaður landskjörstjórnar segir að alls hafi tvö erindi og tvær kærur borist vegna kosninganna. Búist sé við að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent