Júlíus hefur stýrt liðnu síðan Sigurjón Friðbjörn Björnsson hætti þjálfun liðsins í byrjun nóvember.
Júlíus sannað sig í starfinu og er búinn að skrifa undir þriggja ára samning sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Gróttukonur eru í neðsta sæti deildarinnar með tvo sigra í tíu leikjum.
Úlli eins og hann er kallaður lék 115 leiki fyrir Gróttu á sínum tíma en hann hefur einnig leikið með Val og Aftureldingu í Olís deildinni.
Úlla til halds og trausts verður Davíð Örn Hlöðversson sem Gróttufólk þekkir vel. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Gróttu undanfarin þrjú tímabil og mun halda því áfram samhliða starfi sínu hjá kvennaliði Gróttu.
Næsti leikur Gróttustelpnanna er á miðvikudaginn þegar Haukarnir koma í heimsókn.