Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 10:58 Danskir framhaldsskólar hafa prófað sig áfram ið að stemma stigu við snjallsímanotkun ungmenna á skólatíma. Mynd úr safni. Getty/Matt Cardy Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári. Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári.
Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira