Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 13:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Andrí Sybíha, utanríkisráðherrar Íslands og Úkraínu í Kænugarði í morgun. Utanríkisráðuneyti ÚKraínu Ísland mun veita Úkraínumönnum fjögur hundruð milljón króna til hergagnaframleiðslu þar í landi. Peningarnir munu fara „dönsku leiðina“ svokölluðu, sem nokkrir af bakhjörlum Úkraínu hafa notað á undanförnum mánuðum. Um er að ræða skuldindingar sem Íslendingar samþykktu á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, er í opinberri heimsókn sinni í Kænugarði. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Úkraínu sem birt var í dag kom fram að um tæpar þrjú hundruð milljónir væri að ræða en hið rétta er að þær eru fjögur hundruð. Þorgerður Katrín er nú stödd í Úkraínu og fundaði hún í morgun meðal annars með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Hún er sögð hafa kynnt sér stöðu mála í Úkraínu og áréttað stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Sjá einnig: Þorgerður Katrín í Úkraínu Á vef utanríkisráðuneytis Úkraínu segir að ráðherrarnir hafi rætt um rúmlega þúsund ára samband ríkjanna og nafnið Kænugarð. Þau hafi einnig rætt um mögulegar friðarlausnir og þörfina á áframhaldandi aðgerðum gegn Rússum. Þá þakkaði Sybíha Íslendingum fyrir stuðninginn og sérstaklega þegar kemur að þjálfun varðandi eyðingu jarðsprengja og stuðning við hergagnaframleiðslu. „Við erum þakklát Íslendingum fyrir nýlegt tveggja milljóna evru framlag til úkraínskrar hergagnaframleiðslu samkvæmt „dönsku leiðinni“. Við hlökkum til áframhaldandi stuðnings Íslands við hergagnaiðnað Úkraínu,“ er haft eftir Sybíha á áðurnefndum vef. Tvær milljónir Evra samsvara um 290 milljónum króna á gengi dagsins. Á vef utanríkisráðuneytis Íslands kemur fram að um sé að ræða lið í skuldbindingum sem Íslands samþykkti á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar. Þær skuldbindingar nemi einum og hálfum milljarði króna og þar af fari fjögur hundruð milljónir króna dönsku leiðina og þrjú hundruð milljónir í sjóð Atlantshafsbandalagsins til stuðnings Úkraínu. Iceland contributed €2 million for the production of Ukrainian-made weapons under the "Danish model". This is another step toward strengthening Ukraine's defense capabilities. Thank you, Iceland! pic.twitter.com/IHTVBjthQh— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 7, 2025 Þá nefndi ráðherrann einnig sérstaklega stuðning Íslendinga varðandi það að útvega særðum hermönnum gerviútlimi. Haft er eftir Þorgerði Katrínu að Íslendingar stæðu áfram við bak Úkraínumanna og þar á meðal með fjárfestingum varðandi útflutning Úkraínumanna á korni í mannúðarskyni. Sá útflutningur er meðal annars til Sýrlands. Frá Kænugarði í dag.Utanríkisráðuneyti Úkraínu Danska leiðin útskýrð Eins og áður segir hafa aðrir bakhjarlar Úkraínu farið dönsku leiðina svokölluðu og má þar nefna Dani sjálfa, Norðmenn, Hollendinga, Svía og Eystrasaltsríkin. Hún felur í stuttu máli sagt í sér stuðning við hergagnaframleiðslu í Úkraínu og verkferla til að takmarka spillingu og tryggja að peningarnir fari í það sem þeim er ætlað. Undanfarin þrjú ár hafa bakhjarlar Úkraínu gengið verulega á vopnabúr sín og hergagnaframleiðendur heimsálfunnar anna ekki eftirspurn, auk þess sem erfitt er fyrir þá að auka framleiðslu með stuttum fyrirvara. Úkraína var á tímum Sovétríkjanna stór hluti af hergagnaframleiðslu þeirra og hefur verið talið að framleiðslan þar sé núna eingöngu þriðjungur af því sem hún gæti verið. Það er að mestu leyti vegna þess að úkraínskum hergagnaframleiðendum er óheimilt samkvæmt lögum að senda vopn og skotfæri úr landi á meðan stríðið er yfirstandandi. Fjármagn er takmarkað í Úkraínu og berast engar pantanir frá öðrum ríkjum vegna áðurnefndra laga. Flestir bakhjarlar Úkraínumanna hafa ekki viljað styrkja hergagnaframleiðendur þar beint, af ótta við spillingu og vegna þess að ráðamenn vilja að peningarnir fari að miklu leyti í gegnum eigin hergagnaframleiðendur og hagkerfi. „Dönsku leiðinni,“ ef svo má kalla, er ætlað að leysa þetta vandamál og auka sjálfbærni Úkraínumanna til lengri tíma. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin hergögn eins og eldflaugar, skotfæri, fallbyssur, dróna og önnur vopn hraðar í stað þess að bíða eftir sendingum frá Úkraínu. Þau hergögn geta líka verið betur sniðin að þörfum Úkraínumanna, þar sem samskiptaleiðir milli hersins og hergagnaframleiðanda er styttri. Aukin framleiðsla í Úkraínu léttir líka álagið á vopnabúrum Evrópu. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Með því að nota eigin vopn eru Úkraínumenn einnig ekki bundnir því að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota þau til árása í Rússlandi. Fjárveitingarnar frá Danmörku fara í gegnum ríkisstjórn Úkraínu en áður en þeir enda hjá hergagnaframleiðendum er hvert fyrirtæki skoðað í þaula. Sérfræðingar frá danska sendiráðinu í Úkraínu fylgjast svo með framleiðslunni og ganga úr skugga um að samningar séu virtir. Fréttin hefur verið uppfærð með því að um sé að ræða skuldbindingar frá því í fyrra og því sem fram kemur í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Um er að ræða skuldindingar sem Íslendingar samþykktu á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, er í opinberri heimsókn sinni í Kænugarði. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Úkraínu sem birt var í dag kom fram að um tæpar þrjú hundruð milljónir væri að ræða en hið rétta er að þær eru fjögur hundruð. Þorgerður Katrín er nú stödd í Úkraínu og fundaði hún í morgun meðal annars með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Hún er sögð hafa kynnt sér stöðu mála í Úkraínu og áréttað stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Sjá einnig: Þorgerður Katrín í Úkraínu Á vef utanríkisráðuneytis Úkraínu segir að ráðherrarnir hafi rætt um rúmlega þúsund ára samband ríkjanna og nafnið Kænugarð. Þau hafi einnig rætt um mögulegar friðarlausnir og þörfina á áframhaldandi aðgerðum gegn Rússum. Þá þakkaði Sybíha Íslendingum fyrir stuðninginn og sérstaklega þegar kemur að þjálfun varðandi eyðingu jarðsprengja og stuðning við hergagnaframleiðslu. „Við erum þakklát Íslendingum fyrir nýlegt tveggja milljóna evru framlag til úkraínskrar hergagnaframleiðslu samkvæmt „dönsku leiðinni“. Við hlökkum til áframhaldandi stuðnings Íslands við hergagnaiðnað Úkraínu,“ er haft eftir Sybíha á áðurnefndum vef. Tvær milljónir Evra samsvara um 290 milljónum króna á gengi dagsins. Á vef utanríkisráðuneytis Íslands kemur fram að um sé að ræða lið í skuldbindingum sem Íslands samþykkti á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar. Þær skuldbindingar nemi einum og hálfum milljarði króna og þar af fari fjögur hundruð milljónir króna dönsku leiðina og þrjú hundruð milljónir í sjóð Atlantshafsbandalagsins til stuðnings Úkraínu. Iceland contributed €2 million for the production of Ukrainian-made weapons under the "Danish model". This is another step toward strengthening Ukraine's defense capabilities. Thank you, Iceland! pic.twitter.com/IHTVBjthQh— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 7, 2025 Þá nefndi ráðherrann einnig sérstaklega stuðning Íslendinga varðandi það að útvega særðum hermönnum gerviútlimi. Haft er eftir Þorgerði Katrínu að Íslendingar stæðu áfram við bak Úkraínumanna og þar á meðal með fjárfestingum varðandi útflutning Úkraínumanna á korni í mannúðarskyni. Sá útflutningur er meðal annars til Sýrlands. Frá Kænugarði í dag.Utanríkisráðuneyti Úkraínu Danska leiðin útskýrð Eins og áður segir hafa aðrir bakhjarlar Úkraínu farið dönsku leiðina svokölluðu og má þar nefna Dani sjálfa, Norðmenn, Hollendinga, Svía og Eystrasaltsríkin. Hún felur í stuttu máli sagt í sér stuðning við hergagnaframleiðslu í Úkraínu og verkferla til að takmarka spillingu og tryggja að peningarnir fari í það sem þeim er ætlað. Undanfarin þrjú ár hafa bakhjarlar Úkraínu gengið verulega á vopnabúr sín og hergagnaframleiðendur heimsálfunnar anna ekki eftirspurn, auk þess sem erfitt er fyrir þá að auka framleiðslu með stuttum fyrirvara. Úkraína var á tímum Sovétríkjanna stór hluti af hergagnaframleiðslu þeirra og hefur verið talið að framleiðslan þar sé núna eingöngu þriðjungur af því sem hún gæti verið. Það er að mestu leyti vegna þess að úkraínskum hergagnaframleiðendum er óheimilt samkvæmt lögum að senda vopn og skotfæri úr landi á meðan stríðið er yfirstandandi. Fjármagn er takmarkað í Úkraínu og berast engar pantanir frá öðrum ríkjum vegna áðurnefndra laga. Flestir bakhjarlar Úkraínumanna hafa ekki viljað styrkja hergagnaframleiðendur þar beint, af ótta við spillingu og vegna þess að ráðamenn vilja að peningarnir fari að miklu leyti í gegnum eigin hergagnaframleiðendur og hagkerfi. „Dönsku leiðinni,“ ef svo má kalla, er ætlað að leysa þetta vandamál og auka sjálfbærni Úkraínumanna til lengri tíma. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin hergögn eins og eldflaugar, skotfæri, fallbyssur, dróna og önnur vopn hraðar í stað þess að bíða eftir sendingum frá Úkraínu. Þau hergögn geta líka verið betur sniðin að þörfum Úkraínumanna, þar sem samskiptaleiðir milli hersins og hergagnaframleiðanda er styttri. Aukin framleiðsla í Úkraínu léttir líka álagið á vopnabúrum Evrópu. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Með því að nota eigin vopn eru Úkraínumenn einnig ekki bundnir því að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota þau til árása í Rússlandi. Fjárveitingarnar frá Danmörku fara í gegnum ríkisstjórn Úkraínu en áður en þeir enda hjá hergagnaframleiðendum er hvert fyrirtæki skoðað í þaula. Sérfræðingar frá danska sendiráðinu í Úkraínu fylgjast svo með framleiðslunni og ganga úr skugga um að samningar séu virtir. Fréttin hefur verið uppfærð með því að um sé að ræða skuldbindingar frá því í fyrra og því sem fram kemur í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira