Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. janúar 2025 19:31 Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í nýlokinni kosningabaráttu kom fram hjá formanni og prókúruhafa flokks fólksins að flokkurinn lofaði öldruðum og öryrkjum laun að lágmarki kr. fjögurhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði „skatta og skerðingarlaust”. Loforð þetta var sagt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins enda eins og formaðurinn orðaði það sjálf: „...að ég á ekkert erindi í einhvern ráðherrastól ef ég get ekki staðið við það minnsta kosti sem er algjör tilurð flokks fólksins.” (Forystusætið RUV) Í stuttu máli kom í ljós strax að afloknum kosningum, varla búið að telja upp úr kössunum, að þetta loforð var einskis virði. Enda mátti öllum ljóst vera „að flokkur fólksins fékk ekki fimmtiu og eitt prósent atkvæða.” sem er eftiráskýring formanns og prókúruhafa flokks fólksins. Loforðið var semsagt skilyrt líkt og lánsloforð eru stundum í bönkum. Skilyrði flokks fólksins var að flokkurinn fengi hreinan meirihluta í kosningunum nýliðnu en ekki hefur enn gerst að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þingkosningum á Íslandi. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi komið fram af hálfu flokks fólksins í kosningabaráttunni að loforðið til öryrkja og eldri borgara og önnur loforð s.s. að ekki skyldi gengið til samninga við ESB væru skilyrt. Skilyrðin fyrir kúvendingu í Evrópumálum og að forsóma réttindi öryrkja og aldraðra voru háð ráðherrasætum forystufólki flokks fólksins til handa. Það er því ljóst að frambjóðendur flokks fólksins fóru fram með blekkingum í kosningabaráttunni lofandi hlutum sem aldrei stóð til að standa við. Þetta er reyndar með meiri svikum á kosningaloforðum sem höfundur man eftir hafandi fylgst með pólitík í áratugi. Varðandi Evrópumálin má minna á orð formanns og prókúruhafa flokks fólksins: „Ég sem kjörinn fulltrúi hér, sem elska mitt land og elska mitt fullveldi og okkar lýðveldi og okkar lýðræði, okkar sjálfstæði og okkar stjórnarskrá, mun ekki greiða því atkvæði að bókun 35 nái fram að ganga eins og hér virðist eiga að verða að veruleika,“ (Umræður á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra 13.feb.2024.) „Staðreyndin er sú að þessi bókun 35, að okkar viti og mínu viti, er hreinlega, bara gengur algerlega í berhögg við aðra grein stjórnarskrár lýðveldisins.“ Vísaði formaðurinn þar til fullveldisákvæðis stjórnarskrárinnar. „Við munum berjast gegn þessari bókun 35 eins og kostur er.” Þessir frasar hafa reynst skítódýrir. Einnig má minna á afstöðu Eyjólfs Ármannssonar þingmanns flokks fólksins nú ráðherra sem var til skamms tíma formaður samtakanna Orkan okkar. Hann hafði lýst því hátíðlega yfir margsinnis að hann myndi aldrei styðja bókun 35 enda færi hun í bága við Stjórnarskrá Íslands. :„Framsal löggjafarvaldsins. Þess vegna var bókun 35 ekki sett í lög. Þetta er þjóðréttarleg skuldbinding í dag gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er ekki inni í lögum og lausnin var 3. grein laga um EES-samninginn. Það er alveg kristaltært að ef þetta verður sett í lög mun það ganga gegn löggjafarvaldinu, um framsal löggjafarvalds, og ganga gegn stjórnarskránni.“ Óðar en eftir var leitað féll hann frá þessari afstöðu sinni. Ekki fyrir 30 silfurpeninga heldur ráðherrastól. Eyjólfur sagði í viðtali á Útvarpi Sögu 13. september að þeir sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands myndu berjast gegn bókun 35 og þar á meðal hann. Spurður út í þessi ummæli og hvort hann myndi berjast gegn málinu svarar hann að flokkur fólksins sé í málamiðlunum. „Ég mun ekki gera bókun 35 að ágreiningsmáli innan stjórnarflokkanna. Það eru alveg hreinar línur, ég mun ekki gera það.” (Mbl.is 28.12.2024) Þau sem trúðu loforðunum og fagurgalanum um okkar minnstu bræður og systur og frösunum um fátækt fólk, staðfestu í málefnum flóttamanna og andstöðu við Evrópusambandsaðild og greiddu flokki fólksins atkvæði sín í nýliðnum kosningum munu verða fyrir vonbrigðum. Þau hin sömu geta í næstu kosningabaráttu sem er skammt undan verið viss um að loforð flokks fólksins eru ekki eiginleg loforð heldur háð því að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi sem er ekki að fara að gerast. Nú eða því sem segir í texta Stuðmanna: „Bara þegar hentar mér.” Það væri ráð fyrir formann og prókúruhafa flokks fólksins sem brestur í söng nær hvenær sem er öðrum til ama og aulahrolls að kyrja þessa hendingu þegar hún étur ofan í sig hvert kosningaloforðið af öðrum. Flokkur fólksins mun ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum sem verða fyrr en varir. Þvert á móti mun flokkurinn gjalda svika sinna og fylgi hans hrynja eða með orðum séra Hallgríms: „Sjá hér hvað illan endaótryggð og svikin fá.Júdasar líkar lendaleiksbróður sínum hjá.Andskotinn illskuflárenn hefur snöru snúnasnögglega þeim til búnasem fara með fals og dár.” Það er rétt fyrir öryrkja og eldra fók að fylgjast vel með framlagningu fyrstu fjármálaáætlunar nýrrar ríkisstjórnar og næstu fjárlögum. Þar mun birtast hin rétti skilningur flokks fólksins á kjörum og stöðu eldra fólks og öryrkja. Þá er rétti tíminn fyrir öryrkja og eldri borgara að fjölmenna að félagsmálaráðuneytinu og krefjast réttlætis. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun