Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2025 07:01 Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun