Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson stendur á krossgötum og á næstu vikum ræðst hvort hann verði áfram í útlöndum eða komi heim til Íslands eftir stutta dvöl hjá Hollywood liði Wrexham. Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Jón, hafði verið í ákveðnum hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út síðastliðið sumar þegar að kallið kom frá Wrexham og Selfyssingurinn skrifaði undir stuttan samning. Spilatíminn hefur verið af skornum skammti. „Ég kem hingað og var kannski ekki að búast við því að byrja hvern einasta leik. Það var komið skýrt fram við mig og mér gert það ljóst að ég væri fenginn hingað til að sinna ákveðnu hlutverki til að byrja með. Koma mér aftur til baka í leikform. Það tók kannski tvær til þrjár vikur að koma mér almennilega inn í það. Raunveruleikinn er bara sá að liðið hefur yfir að skipa stórum leikmannahóp. Með mikið af framherjum og liðið er að vinna mikið af leikjum. Þá getur það gerst að maður er ekki eins mikið viðriðinn og maður vill. Það er búið að vera erfitt.“ Jón Daði í leik með Wrexham.Gary Oakley/Getty Images „En ég gerði mér líka alveg grein fyrir því, og það var útskýrt fyrir mér, að maður væri ekki endilega að fara byrja alla leiki. Maður þyrfti að koma sér af stað aftur, komast inn í hlutina þarna, kynnast liðinu og þokkabót koma sér í stand. Ég var búinn að vera lengi samningslaus og þetta hefur verið smá rússíbani. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins meira viðriðinn en raunin hefur verið. Það er bara staðreynd.“ „Miklu betri staða en sú sem ég var í“ Og nú líður að þeim tímapunkti að samningur Jóns Daða rennur sitt skeið. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég held það verði rætt á næstu dögum þar sem að samningum er að fara ljúka núna 23.janúar. Til að byrja með var þetta náttúrulega mjög stuttur samningur. Ég veit ekki hvað framhaldið ber í skauti sér. Maður fær að vita það á næstu dögum. Hvort sem að það verður áfram hér eða annars staðar þá tel ég mig mjög þakklátan fyrir að hafa komið hingað. Þetta er miklu betra en sú staða sem ég var í, að vera samningslaus. Þetta hefur gefið mér aðeins meira sjálfstraust, að komast aftur inn í þennan atvinnumannaheim sem maður hefur verið hluti af í öll þessi ár. Að ná til baka forminu og sjálfstraustinu, fá þessa þekkingu aftur í sjálfan mig að ég er á þessu gæðastigi og vill kannski halda áfram að vera í þessu umhverfi. Það verður að koma í ljós. Hvort sem að það verður hér eða annars staðar hef ég verið virkilega sáttur með dvöl mína hér.“ Opinn fyrir heimkomu Jón Daði var orðaður við heimkomu í sumar. Hann útilokar ekki að snúa heim til Íslands. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég smá á báðum áttum. Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjölskyldan aðallega. Fótboltinn spilar náttúrulega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Íslandi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í atvinnumennskunni eða vill maður koma heim. Það er enn smá spurningarmerki hjá mér en það kemur í ljós í núna seinna í janúar, í lok tímans hjá Wrexham, hvort maður verði áfram hér, fari eitthvað annað í atvinnumennskunni eða kem heim til Íslands. Ég veit það ekki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti