Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar 9. janúar 2025 10:01 Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun