Handbolti

Eyjaför hjá bikarmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur varð bikarmeistari í níunda sinn í fyrra.
Valur varð bikarmeistari í níunda sinn í fyrra. vísir/hulda margrét

Valur mætir ÍBV á útivelli í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta. Valskonur eiga titil að verja.

Dregið var í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna í hádeginu. Sem fyrr fara bikarmeistararnir til Eyja. Tveir aðrir Olís-deildarslagir eru á dagskrá.

ÍR mætir Haukum í Skógarselinu og Fram fær Stjörnuna í heimsókn. Stjörnukonur töpuðu fyrir Valskonum í úrslitum Powerade-bikarsins í fyrra.

Þá mætir Víkingur, sem er í 6. sæti Grill 66-deildarinnar, Gróttu.

Leikirnir í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna fara fram 4. og 5. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×