Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það verði þurrt að mestu norðaustanlands. Hlýnandi veður þar sem hiti verður víða eitt til sex stig kvöldið.
„Áframhaldandi sunnanátt á morgun með rigningu en þurrt að kalla á Austurlandi.
Aðfaranótt sunnudags gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu og hiti fer upp í 5 til 10 stig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s, en hvassari um tíma á Snæfellsnesi. Rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 6 stig, en úrkomulítið og hiti um og undir frostmarki austantil.
Á sunnudag: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning, einkum sunnan- og vestanlands, en snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr vætu uppúr hádegi, en áfram rigning suðaustanlands fram á kvöld. Hiti 1 til 8 stig.
Á mánudag: Suðvestanátt og rigning eða slydda, en þurrt að kalla austanlands fram undir kvöld. Hiti 1 til 6 stig, en frost 0 til 7 stig á norðaustanverðu landinu.
Á þriðjudag: Suðlæg átt og rigning, en sums staðar slydda fyrir norðan í fyrstu. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag: Útlit fyrir ákveðna suðvestlæga átt og rigningu, en þurrt að kalla á Austurlandi.
Á fimmtudag: Líklega suðvestlæg átt og él, en að mestu þurrt austantil.