Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 11:32 Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2) NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50